Nálaraugað
Það skiptir máli hvað þú borðar!
Gæðamerki í matvælaiðnaði
Allar vörur sem bera Nálaraugað eru framleiddar hér á landi og úr íslensku kjöti. Vörurnar innihalda engin bragðaukandi efni önnur en hrein krydd og salt. Þær innihalda ekki hveiti (glútein), ekki kartöflumjöl, mjólkurduft eða mjólkurvörur, ekki þriðja kryddið (MSG), ekki soyaprótein og ekki kolvetni eða viðbættan sykur.

Nálaraugað tryggir þeim sem hugsa um heilsuna góð matvæli. Ef varan er merkt Nálarauganu vita viðskiptavinirnir að hún inniheldur ekki óþörf íblöndunar- og aukaefni.
Íslenskt kjöt - Íslensk framleiðsla
Vörur sem merktar eru Nálarauganu innihalda eftirfarandi:
– íslenskt kjöt – íslensk framleiðsla
– Engin bragðaukandi efni önnur en salt og hrein krydd.
– Sjávarsalt
– Þegar nota þarf nítritsalt, er bara sett helmingur á móti sjávarsalti.
– Þegar nota þarf bindiefni er aldrei meira en 1 g pr. kíló af kjöti.
– Þegar nota þarf þráavarnarefni er aldrei meira en 1 g pr. kíló af kjöti.
– Þegar notaður er sykur er aldrei meira en 1 g pr. kíló af kjöti.
– Varan inniheldur engin önnur íblöndunarefni.
– Engin kolvetni eða viðbættur sykur
E-efni sem Nálaraugað leyfir í mjög litlu magni
E-efni eru þau efni sem vísindanefnd Evrópusambandsins hefur samþykkt að óhætt sé að nota í matvæli (en ekki endilega æskilegt).

Nitritsalt (E250) er notað sem rotvarnarefni. Saltið eykur geymsluþol, gefur betra útlit og hefur jákvæð áhrif á reyktar kjötvörur.

Fosfat (E450) er bindiefni sem gerir vöruna safaríkari með því að binda vökva í matvælunum.

Þráarvarnaefnið Sodium ascorbate (E301) er náskilt C-vítamíni. Það viðheldur fallegum lit í vörunni og ver hana gegn þráa.
Opið:
Mánudaga – föstudaga: 10–18
Laugardaga: 10–16
Pylsumeistarinn
Laugalæk 6
105 Reykjavík

571 3915

pylsumeistarinn@pylsumeistarinn.is