Um okkur
Við erum allt öðruvísi!
Pylsumeistarinn
Pylsumeistarinn var stofnaður í desember 2004. Eigandi og yfir-pylsumeistari er Sigurður Haraldsson kjötiðnaðarmeistari.

Í upphafi var byrjað smátt, við lítinn tækjakost, en þetta hefur undið upp á sig og starfsmönnum fjölgað hjá fyrirtækinu. Núna framleiðum við yfir 50 tegundir af pylsum, skinkum og ýmsu öðru góðgæti.

Markmið okkar er að framleiða gæðavörur sem eru lausar við öll óþörf auka- og íblöndunarefni og innihalda eingöngu kjöt, krydd og salt. Einnig að bjóða sem fjölbreittast úrval með því að framleiða vörur frá sem flestum löndum.

Umfram allt bjóðum við vandaða vöru, eingöngu framleidda úr Íslensku kjöti.

Verslunin okkar er að Hrísateig 47, Reykjavík, en framleiðslan fer fram að Kársnesbraut 112 í Kópavogi.
Hér erum við:
Opið:
Mánudaga – föstudaga: 10–18
Laugardaga: 10–16
Pylsumeistarinn
Laugalæk 6
105 Reykjavík

571 3915

pylsumeistarinn@pylsumeistarinn.is